Haustmarkaður í Skaftholti

Haustmarkaður Skaftholts í Skeiða- og Gnúpverjahreppi verður haldinn laugardaginn 21. október, frá klukkan 11 til 16.

Til sölu verður handverk, keramik, kerti, lífrænar kartöflur og lífrænar matvörur unnar í Skaftholti af starfsfólki og íbúum. Einnig verður kaffi og vöfflur til sölu.

Skaftholt er við Þjórsárdalsveg, þremur kílómetrum austan við Árnes.

Fyrri greinMaður í mislitum sokkum undir Eyjafjöllunum