Tíu ár eru í dag frá Suðurlandsskjálftanum 29. maí 2008. Skjálftinn reið yfir kl. 15:46 en talið er að tveir samliggjandi skjálftar hafi verið 6,3 á Richterkvarða. Ekkert manntjón varð í skjálftanum en einhverjir tugir leituðu á slysadeild, flestir með minniháttar meiðsli. Gríðarlegt eignatjón varð hins vegar í skjálftanum.
Myndirnar hér að neðan eru teknar síðdegis þann 29. maí 2008, og dagana þar á eftir.

Ingólfsfjall fór af stað í skjálftanum. Myndin prýddi forsíðu Sunnlenska fréttablaðsins eftir skjálftann. sunnlenska.is/Jóhannes Geir

Ölfusárbrú var lokuð eftir skjálftann á meðan burðarvirki hennar var kannað. Brúin sveiflaðist mikið til í skjálftanum en skemmdist ekki. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Almannavarnanefnd Árborgar á fundi fyrir utan lögreglustöðina á Selfossi. Kristján Einarsson slökkviliðsstjórii situr við borðið. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður og Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri Árborgar, bera saman bækur sínar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Björgunarsveitarmenn á Selfossi skipuleggja starfið fyrir utan Tryggvabúð. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Gríðarlegt álag var á farsímakerfið og voru símtölin – aðeins hjá Vodafone – 260 þúsund á fyrstu klukkustundinni eftir skjálftann. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sigurdór Karlsson skoðar gangstéttina sem fór á flug fyrir utan heimili hans. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Miklar skemmdir urðu á innbúsmunum á heimilum á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í Lyfjum og heilsu á Selfossi var allt á rúi og stúi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Rauðvínslækir runnu eftir gólfinu í Vínbúðinni og lyktin náði langt út á götu. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Starfsfólk Vínbúðarinnar hafði mikið að gera við að þrífa eftir hamfarirnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stór iðnaðarhurð féll niður á bíl sem var í skoðun í Frumherja á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Talsverðar skemmdir urðu á múrhúð á sjúkrahúsinu á Selfossi en burðarvirki hússins skemmdist ekki. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Svona var ástandið á ritstjórn Sunnlenska fréttablaðsins eftir skjálftann. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hillurnar í Bókakaffinu gáfu eftir í látunum og Guðbjörg Runólfsdóttir hafði í nægu að snúast í tiltekt. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Skemmdir urðu á Suðurlandsvegi undir Ingólfsfjalli. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ökumenn þurftu að fara að öllu með gát undir Ingólfsfjalli. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Gríðarmiklar grjótskriður í vesturhlíð Ingólfsfjalls. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Björn á Efstalandi bauð ljósmyndara inn að skoða Víkingaskálann sem var stórskemmdur. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Allt á hvolfi í eldhúsinu í Efstalandi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Gríðarþungt altarið í Hveragerðiskirkju lét undan og brotnaði. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Íbúum á dvalarheimilinu Ási var komið undir bert loft en veðrið var gott og ekki væsti um neinn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Símasambandslaust var í Hveragerði um skeið og Geir Jón Þórisson fær ekkert signal á símann sinn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fjöldahjálparstöð komið upp í Hveragerði. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Íbúar í Hveragerði voru skelkaðir og höfðust flestir við undir berum himni fyrstu klukkutímana eftir skjálftann. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Skemmdir á Eyrarbakkavegi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Miklar skemmdir urðu á Óseyrarbrú en burðarvirki hennar hélt og ekki kom til lokunar. Hér skoðar verkfræðingur skemmdirnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Heiðar Bjarndal Jónsson sýnir ljósmyndara skemmdir á íbúðarhúsi sínu sem dæmt var ónýtt eftir skjálftann. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir við stærðarinnar bjarg sem féll úr Ingólfsfjalli. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Haukur Michelsen við sprungu í Heiðarbrún í Hveragerði sem lá í gegnum íbúðarhúsið hans. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Íbúafundur Almannavarna í Sunnulækjarskóla á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lúðvík Haraldsson, bóndi á Krossi, sýnir Víði Reynissyni kort með upptökum skjálftans sem voru nálægt heimili hans. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Íbúafundur á Völlum í Ölfusi. Sr. Jón Ragnarsson hefur orðið. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Upptökur úr öryggismyndavélum Shellskálans í Hveragerði:
Upptaka úr öryggismyndavél Atlantsolíu á Selfossi:
